Sælir Golfarar,
Ég hef verið að velta því fyrir mér að skrá mig í Golfklúbb hérna á höfuðborgarsvæðinu og þar sem GR er næst mínu heimili tel ég hann líklegasta kostinn. Eftir að hafa spurt aðeins fyrir um hvernig stöðu er háttað hjá klúbbnum hef ég heyrt nokkrar óánægju raddir.
Í fyrsta lagi er það með rástímana, ég hef verið að heyra að það sé erfitt að fá tíma og að það séu ákveðnar klíkur sem hreinlega blokki tímana.Einnig hef ég heyrt að það sé svo lítið eftirlit að það ef einhver spilar hægt eru starfsmenn ekkert að gera í þessu. Er þetta í fyrsta lagi staðreynd og í öðru lagi, er það kannski bara allt í lagi.
í öðru lagi, hef ég verið að heyra að þetta sé ekki alveg nógu mikill klúbbur og fyrirtækjaþættinum sé gert og hátt undir höfði, þ.e. frekar hugsað um hagnað en ánægju félagsmanna.
Líklegast eru fleiri ástæður ef það er eitthvað fleira sem skiptir máli í þessum málum vinsamlegast látið það flakka líka.