Titleist fyrirtækið hefur hlotið verðskuldaða athygli fyrir hágæða hönnun á járnakylfum fyrir fremstu kylfinga heims, má þar nefna Davis Love III, Ernie Els og Adam Scott. Með framleiðslu á hinum nýju 704.CB (Cavity Back) and 804.OS (Oversize) eykur Titleist enn frekar gæði forged járnakylfa sem gerir fleiri kylfingum kleift að njóta einstakra gæða sem kylfingar í hæsta gæðaflokki þekkja.
Kylfurnar hafa verið þróaðar, prófaðar og notaðar á PGA mótaröðinni og hafa því sterka tengingu við golf á hæsta styrkleika auk grasrótar reynslu Titleist í mælingum á kylfum fyrir hvern kylfing fyrir sig.
Kylfurnar eru hannaðar fyrir hinn alvarlega kylfing með öllum þeim eiginleikum sem hinn betri kylfingur vill hafa í járnunum sínum, kylfurnar höfða því til mun fleirri kylfing og hafa betri eiginleika en Titleist 600 forged kylfurnar.
Kylfurnar eru með þynnri andliti sem gerir það að verkum að þyngdardreifing og staðsetning þyngdarpunkts kylfunnar er mun betri og eru kylfurnar því auðsláanlegar.
704.CB og 804.OS kylfurnar eru einnig með nýjum „næstum U-laga“ rákum sem spuna frá mismunandi legum. Hágæða hönnun sólans er með rúnaðri brún og nægri breidd sem kemur í veg fyrir að kylfan grefst í jörðina. Frákasts hornið á kylfunum er sérstaklega hannað með það í huga að draga úr því að kúlan sleppi og fljótt í harðari aðstæðum.
TITLEIST FORGED STAINLESS 704.CB járn
704.CB kylfen er miðlungs stór blaðkylfa sem höfðar til þeirra kylfinga sem sækjast eftir kylfu með blað eiginleikum og framúrskarandi tilfinningu, um er að ræða kylfinga með einnar tölu forgjöf og þá sem eru með lága tveggja tölu forgjöf.
TITLEIST FORGED STAINLESS 804.OS járn
804.OS er hágæða kylfa í yfistærð sem er með alla eiginleika blað kylfu, andlit kylfunnar er 3% stærra en 704.CB, stærri bak og framúrskarandi eiginleikar sem fyrirgefa vel en skila einnig því sem kylfingar sækjast eftir. Auðvelt er að skila kylfuhausnum réttum á boltann ná þar með hærra og beinna flugi á boltann. 804.OS kylfan fyrirgefur mest af öllum kylfum í Titleist fjölskyldunni.
Markhópurinn eru þeir sem vilja stærri kylfur allt frá kennurum og uppí góða áhugamenn sem eru með eins eða tveggja tölustafs forgjöf.
Tekið af mbl.is