Mark O´Meara sigrar eftir 6 ára bið Hinn 47 ára bandaríski Mark O'Meara vann í dag (7. mars) Dubai Desert Classic á European Tour og lauk þar með 6 ára bið hans eftir titli. O'Meara sem er einn besti vinur Tiger Woods vann síðast árið 1998 og þá lyfti hann hinum fræga Claret Jug bikar eftir að hafa sigrað á Opna Breska.

Mark O'Meara sigraði Paul McGinley með einu höggi eða á -17 undir pari. Ernie Els varð í þriðja sæti á -13 undir pari og Tiger Woods í 5. sæti á -11 undir pari.

Mark O´Meara sagði í viðtali að árið 1998 þegar hann sigraði bæði á Opna Breska og Masters og varð loks kosinn leikmaður ársins hafi verið draumur en að sigra eftir sex ára bið á jafn sterku móti og Dubai Desert Classic sé einnig draumur og einhvað sem hann mun aldrei gleyma.

Hann var fyrir mótið í 200. sæti á heimslistanum í golfi en mun væntanlega fara mun ofar eftir þessi úrslit. O´Meara hefur tekið þátt í þessu móti ár hvert síðan 1999 og best endað í 25. sæti. Hann segist alltaf hlakka til að koma til Dubai því þar sé hann búinn að eignast marga vini og líði vel í eyðimörkinni. Hann getur ekki beðið eftir að koma afutr á næsta ári til að verja titil sinn.
——————-