Byrjum á Callaway,þeir koma alltaf með eitthvað nýtt sem nær að koma fólki á óvart.Þetta árið er það ný lína af Big Berthu trjám. Driverinn er titanium en brautartrén eru úr stáli.
Nú eru þeir komnir með ERC Fusion driverinn og Big Bertha 2 driver og brautartré. þannig að það eru margar nýjungar frá þeim.
Síðan eru þeir með bolta sem er Big Bertha bolti sem á að vera svona 2piece “ódýr” gerð af boltum og síðan þennan HX Tour bolta sem á víst að vera svar þeirra Callaway manna við Prov1 enda veitir ekki af því að Callaway hefur tapað miklum fjármunumá boltamarkaðnum.
Þeir hjá PING koma með ný járn sem kallast G2 járn(G2,G2EZ,G2L og G2HL) og eiga að keppa við þessi járn með stóru sweetspottin eins og Callaway BB og Kobra SS.Og auðvitað er hægt að velja sér kylfuhaus,grip og smíða járnin að þínu höfði og auðvitað koma þeir með ný tré við þessi járn.Auk þessara járna eru líka þessar núju blade kylfur sem heita S59 eiga víst að vera alger snilld.
Ping kemur líka með nýja línu af pútterum sem eru svo kallaðir “Blue Chipp”(G2i) pútterar með bláu inserti sem á víst að gefa mjög góða tilfiningu þegar púttað er.
Og það allra nýjasta hjá þeim er pútter sem er svona stór og hringlaga eins og þessi tíska sem er núna,þessi pútter kallast CRAZ-E.
Þá er það Nike sem kemur með nýja línu af golfvörum og vonandi gengur þeim betur en með þessu stóra floppi síðustu 2 ár.
Þeir koma með nýja gerð af járnum sem kallast Nike Slingshot og eiga að keppa eins og PingG2 járnin við Callaway BB og Kobra SS í kapphlaupinu um stærsta sweetspottið.Það koma líka Wedge með þessum járnum.
Nokkrir nýjir boltar láta dagsins ljós eins og Mojo boltinn sem Nike er kominn með á markað.Þessi bolti á að vera fyrir fólk með mjög hæga sveiflu og nýliða í golfi.Sölutölur í BNA sína að hann er 3 vinsælasti boltinn á markaðnum undanfarna mánuði.
Þá er það þessi Ignite driver sem var sérhannaður fyrir Tiger Woods.Hann kemur í öllum stærðum og gerðum og er hann svar við Titlest K983 drivernum og ERC Fusion frá Callaway.
Wilson er vaxandi merki og endurnýjaði samning sinn við
P Harrington fyrir stuttu.Þeir eru komnir með Deep Red 2 línuna með járnum og trjám.
Það sem Adams kemur með nýtt er 2 ný Idea sett fyrir konur og karla.Það sem er samt mest spennandi er líklega A1 settið fyrir lágforgjafarkylfinga.Adams er fyrirtæki sem er gífurlega vinsælt hjá eldri spilurum og er það ríkjandi á öldungarmótaröðinni í Bandaríkjunum en þeir hjá Adams hafa verið að ná samningum hjá keppendum á PGA mótaröðinni bandarísku.Nokkrir hér á Íslandi hafa skipt í Adams m.a. Heiðar Davíð stigameistari í fyrra.
Aldrei hafa svona mikið af góðum golfvörum komið fram og verður gamann að sjá hverjir vinna golfvörustríðið.
Ég gleimdi Kobra,Titlest og Palmer en þá má bíða betri tíma.
Ég biðst afsökunar á stafsetningarvillum.
Ekkert er leiðinlegra en leiðinleg undirskrift!