Ég er búinn að stunda golf í þónokkurn tíma og verð ég að segja að þróunin í golfinu er að verða frekar óhugnanleg. Ég man eftir því þegar Biggest Big Bertha var á blómaskeiði lífs síns ( fyrir um 4 eða 5 árum ). Hafði enginn lifandi manneskja séð svona stóran haus. Það var ekki annað hægt en að hitta með honum.
Nú í dag eru til dræverar sem eru allt af 3 sinnum stærri en Berthan góða. Hausinn á þessum dræverum er orðinn svo viðbjóðslega stór að þetta er ekki mönnum bjóðandi. Svo ábyrjgast framleiðendurnir að þú munir slá 20 metrum lengra með þeirra dræver, því að sweetspotinn er orðinn svo stór líka. Ekki nóg með það að dræverarnir eru orðnir stórir eins og mannshöfuð, heldur er þetta líka að gerast í þróun golfkúlna. Reyndar er ekki verið að stækka kúlurnar meira, heldur eru þær þannig gerðar að þær fljúga lengra en áður. Þegar Titleist kom með ProV1 þá lofuðu þeir að þú myndir slá að minnsta kosti 15 metrum lengra. Ef maður myndi nú kaupa sér einn af þessum nýjustu dræverum og Titleist ProV1 kúlur þá á maður búinn að lengja sig um 35 metra án þess að hafa ekki gert neitt. Þetta er orðið ofaukið. Ef þessi þróun heldur svona áfram þá þarf að lengja alla velli í heimi, því eftir ca. 5 ár getur maður einfaldlega slegið inn á margar par 4 holur af teignum. Ég er ekki sérlega hrifinn af þessu. Maður á að hafa fyrir hlutunum í golfi, en ekki láta einhverjar kylfur sjá um verkin fyrir sig. Finnst mér að það ætti að mótmæla þessari þróun. Ef ekkert er gert í þessu vandamáli þá mun golf fara beinustu leið til helvítis.
Takk fyrir mig
- Links
“ Þar sem koma fleiri en tvö tré, þar er skógur ”.