Er það satt sem ég hef heyrt, að sé alveg ömurleg þáttaka á landsmótinu. Ég heyrði að það væru bara 30 (þaraf enginn frá GR!!!) á króknum og aðeins 40 á Húsavík. Ég er ekki alveg viss hve margir eru á Akureyri en ég held að það séu líka fáir. Ef þetta er satt þá er þetta mjög slæmt fyrir golfið og mikil vanvirðing við okkur kylfinga á Norðurlandi sem mætum vel á landsmót fyrir sunnan. Að enginn skuli mæta á Krókinn frá GR og nánast öllu Suðurlandi er skammarlegt og ég heimta skýringar frá ykkur sunnlensku golfurum, því að þið eruð nú bara ekkert of góðir til að koma út á land.
jogi - smarter than the average bear