Mikil spenna er fyrir mótið þar sem aðeins tvö mót eru eftir á tímabilinu og barist er á fleiri en einum stað á töflunni. Í fyrsta lagi eru í kringum 40 kylfingar sem berjast um að komast í topp 125 á peningalistanum svo þeir fái þátttökurétt á PGA mótaröðinni á næsta ári. Þeir þurfa nýta tækifærið í næstu tveimur mótum til að halda vinnunni.
Aðrir 20 kylfngar berjast um að komast í topp 30 á peningalistanum því þá öðlast þeir þátttökurétt á hinu arðvænlega móti “Tour Championship” sem haldið verður í byrjun Nóvember. Þar keppa aðeins 30 kylfingar og ekki verður skorið niður þannig að allir keppendur fá peningaverðlaun en sigurvegarinn fær yfir 1 milljón dollara í verðlaun.
Þrír menn berjast um efsta sæti peningalistans, þeir Tiger Woods, Vijay Singh og Davis Love III. Tiger Woods hefur $171.239 dollara forskot á Vijay Singh. Tiger bætir gamalt met á PGA mótaröðinni ef hann endar 5. árið í röð í efsta sæti peningalistans. Tiger Woods hefur lítið gert síðan hann kom fram á sjónarsviðið en að bæta met en sagt er að þetta met sé honum mjög mikils virði. Tiger verður helst að vinna þetta mót því að hann tekur sér frí í næstu viku þegar “Chrysler Championship” mótið fer fram en Vijay Singh er skráður í það mót og reikna má með að hann eigi eftir að næla sér í nokkra dollara þar enda stórt mót.
Að lokum er “Player of the Year” verðlaunin í húfi og stendur baráttan helst á milli Davis Love III og Tiger Woods. Því má segja að hinn skemmtilegi Disney garður sé ekki það eina sem trekkir kylfingana að í mótið að þessu sinni.
Sumum finnst að Tiger Woods spili í of fáum mótum. Vijay Singh hefur spilaði í 8 mótum fleiri en Tiger í ár. Tiger segir að hann spili í hæfilega mörgum mótum til að halda þorstanum fyrir sigur í gangi. Hann brenndi sig á því árið 1997 að spila of mikið í byrjun tímabilsins og varð orðinn steiktur undir lok þess. Tiger vinnur að meðaltali $391.000 dollara í hverju móti. Ef hann hefði leikið í jafn mörgum mótum í ár og Vijay Singh væri hann búinn að vinna ca. 9.4 milljón dollara á árinu.
Tiger Woods á möguleika á að jafna annað met um helgina. Ef hann kemst í gegnum niðurskurðinn verður það í 113. sinn í röð og jafnar hann því met Byron Nelson frá fimmta áratugnum. Í næstu tveimur mótum Tiger Woods verður svo enginn niðurskurður þannig að hann er öruggur með að bæta með Byron Nelson ef hann kemst í gegnum niðurskurðinn um helgina á FUNAI Classic mótinu. Spekingar segja að enginn muni ná að leika þetta eftir.
Nóg að gera hjá Tiger um helgina, tvö met í húfi. Nú er spurninginn: Er Tiger maður eða (Mikki) mús?
Heimildir:
www.pgatour.com
www.pga.com
www.golf.com
——————-