Spádómurinn minn ætlar að rætast. Þeir sem lásu síðustu grein mína muna kannski eftir því að ég spáði að minni spámenn ættu eftir að koma sterkir inn nú á síðustu mótum ársins. Nú var það Tommy Armour III sem vann í Texas um helgina sem leið. Hann sló 2 ára gamalt met Mark Calcavecchia um eitt högg og gerði sér lítið fyrir og spilaði á 26 undir pari á 72 holum þrátt fyrir að hafa fengið skolla á síðustu holunni.

Hann hafði ekki unnið í síðustu 366 mótum sem hann tók þátt í eða í 13 ár og 8 mánuði. Hann sagði sjálfur í viðtali eftir mótið að hann hefði aldrei efast um hæfileika sína þó hann væri ekki að vinna mótin. Þessi sigur færði honum fullt kort fram til 2005. Hann hafði verið á undanþágukorti síðastliðin 2 ár. Síðasti sigur hans kom árið 1990 í Phoenix Open. Þetta er gott dæmi um mann sem er svo tileinkaður íþróttinni að hann gafst aldrei upp og í dag er hann kominn á sigurbraut og getur andað léttar því hann er $630000 ríkari en hann var áður en mótið hófst. Hann gerðist atvinnumaður árið 1982 eða fyrir 21 ári.

Hann byrjaði að spila golf með foreldrum sínum þegar hann var 10 ára eftir að hafa heyrt frægðarsögur af afa sínum sem hét Silver Scot en hann hafði unnið U.S. Open, British Open og PGA Championship.

Hver veit nema Armour III eigi eftir að vinna aftur??

Ég verð að leyfa mér að efa það.

kv. Björninn