Það er alltaf gaman að sjá einn af gömlu köllunum vinna á mótum. Þetta var eitt af smærri mótum ársins og kallaðist það 84 Lumber Classic og Pennsylvania. J.L. Lewis er 43 ára gamall og var þetta hans fyrsti sigur á mótaröðinni í ár og sá annar á ferlinum. Hann hefur verið að spila vel að undanförnu og er með 6 topp 10 mót í ár. Þessi hæglætis kall er ekki eins og svo margir aðrir sem hafa verið að vinna á mótaröðinni í ár heldur slær hann tiltölulega stutt en hittir ótrúlega margar brautir og púttar einstaklega vel. Hann varð í öðru sæti á John Deere Classic um síðustu helgi og vann núna þannig að hann er á góðu róli. Það verður því spennandi að fylgjast með honum á Tour Championship í haust. Þess má geta að hann spilaði á 62 höggum sem er nýtt vallarmet á Mystic Rock vellinum í Penssylvaniu. Hann notaði aðeins 22 pútt á lokahringnum og 27 í meðaltal alla fjóra hringina. Einnig er athyglisvert að segja frá því að meðalhögglengd Lewis er einungis 268 yardar sem er bara eins og hjá meðal áhugamanni.
Nú fer að koma sá tími sem slakari spilarar fara að láta ljós sitt skína til að halda kortinu sínu og spái ég því að lítt þekkt nöfn eigi eftir að vera áberandi á næstu vikum.
P.S. Jesper Parnevik var einnig heitur en hann endaði í 5. sæti 5 höggum á eftir Lewis.