Eins og undanfarin ár þá stóð Golfverslun Nevada Bob fyrir talningu á búnaði keppenda á Landsmótinu í golfi. Niðurstöðurnar má sjá hér að neðan. Þess má geta að alls voru 112 keppendur skráðir til leiks en 110 mættu á teig og hófu leik. Tölur innan sviga eru tölur frá Landsmótinu á Hellu 2002.
Driverar:
1. 26% Titleist (18%)
2. 17% Callaway (32%)
3. 16% Ping (14%)
4. 14% Taylor Made (13%)
5. 8% Adams (6%)
6. 5% Ram (n/a)
7. 14% Önnur merki (alls 9 merki)
Titleist er sigurvegarinn í þessum hóp. Titleist fer úr 18% upp í 26% frá því á Hellu fyrir ári síðan.
Járnasett:
1. 25% Titleist (16%)
2. 21% Ping (24%)
3. 11% Callaway (8%)
4. 9% Cleveland (8%)
5. 6% Adams (9%)
6. 5% Macgregor (n/a)
7. 5% Taylor Made (10%)
8. 5% Hogan (6%)
9. 13% Önnur merki (alls 7 merki)
Hér hafa Titleist og Ping haft sætaskipti frá því í fyrra. Macgregor var ekki á lista á síðasta ári en kemur sterkt inn nú í ár.
Pútterar:
1. 50% Odyssey (34%)
2. 25% Ping (32%)
3. 11% Titleist (10%)
4. 14% Önnur merki (alls 13 merki)
Hér eykur Odyssey forskotið sem það hafði á Ping svo um munar.
Boltar:
1. 72% Titleist (60%)
2. 12% Callaway (16%)
3. 6% TF Strata (12%)
4. 10% Önnur merki (alls 5 merki)
Hér undirstrikar Titleist enn og aftur yfirburði sína í vinsældum. Titleist var í notkun 60% þátttakenda á síðasta ári en fer nú upp í 72%.
Upplýsingarnar voru teknar af heimasíðu Nevadabob.