Tígurinn
Öll þessi umræða um Tiger er nú örlítið grátleg. Það að geta sagt að hann verði ekki alltaf bestur er erfitt að færa rök fyrir. Eins og greinahöfundur (jogi) bendir á þá hafi David Duval dottið niður og ekki unnið mót í mánuði, en rétt er að benda á að Tiger datt niður á sínum tíma, þ.e. eftir að hann vann Masterinn í fyrsta sinn. Tigerinn er hreinlega svo langt á undan sýnum samtíma, og hvað varðar Ástrálska strákinn þá hefur ekkert sést til hans í fleiri mánuði núna. Duval hefur svo sem verið að standa sig og verið með efstu mönnum í stóru mótunum en hann hefur bara ekki verið að vinna, það er nú einu sinni svoleiðis að um 160 manns tapa í hverju móti aðeins einn stendur eftir sem sigurvegari. Hvað framhaldið varðar þá getur vel verið að einhverjir komi upp og fari að ógna þessu þvílíka einræði en við þurfum að bíða í mörg ár áður en það gerist, málið er nefnilega það að Tiger var langt um betri en allir á sýnum háskólaárum, sem sannast best með ótrúlegum árangri í US. am. sem er langsterkasta áhugamótið í heimi, hann er engum líkur og það mun enginn koma eins og hann það er nokkuð örugglega hægt að fullyrða það.