Þetta er kannski ekki löng grein en mig langar að segja ykkur frá æfingaplaninu mínu á golfvellinum. Vonandi skapar þetta umræðu hér á þessu frábæra áhugamáli.
Sko þegar ég er búin í vinnuni fer ég heim í sturtu svo beint upp á völl og er þar í svona 2-4 tíma yfir dagin. Ég reyni að fara alla daga upp á völl.
Ég byrja á því að hita aðeins upp með nokkrum teygjum.
Eftir það er planið svona:
1.Pútt, allan pútthringinn 2x
2.“Shooting range”, slæ eina fötu,
3.Vipp, vippa nokkrum sinnum á vippæfingasvæðinni í svona korter.
4.Fer inn og fæ mér snarl
5.Pútta meira aðeins
6. Og svo enda ég á að því að spila 9 - 18 holur.
Þetta æfingaplan ráðlagði golfkennarinn minn mér að gera.
En hvernig er ykkar prógram, ef þið eruð með eitthvað?
Kv Slackerinn