Kæru Golffélagar.Ég og félagar mínir erum að reyna að koma af stað byltingu á Íslandi og okkur vantar hjálp.
Við höfum verið að skoða airdome sem er uppblásin bygging sem er 66 metra löng , 50 metrar á breidd og með 23 metra lofthæð, með básum fyrir 38 kylfinga í einu á tveimur hæðum.
Golfhermir, sportbar, pro-shop,kennarar,18 holu púttgrín, allt í einu húsi.Greinarritari hefur reynslu af að slá í inniaðstöðu sem þessari.Og talandi um að fá RAÐfullnæginnnnnnnnngu.
GK og Gsí eru að hugsa um að byggja svona dome en ekki með nema 8 metra lofthæð sem þýðir að ekki er hægt að slá meira en 5 járn vegna hæðarinnar, þar fyrir utan geta ekki nema 8 slegið í einu, í smá hæð, please, segið þessum mönnum að þeir séu að skjóta sig í löppina með að fara svona hálfa leið.
Vel meint hjá þeim en betra heima setið en af stað lagt ef á að gera hlutina af litlum efnum.
Það sem við viljum heyra frá ykkur er eftirfarandi:
1. Hvað mynduð þið koma oft á mánuði yfir veturinn ? (alltaf logn og 20 stiga hiti)
2. Fyrir ótakmarkaðan aðgang og bolta eins og hver getur slegið, hvað má mánaðarkort kosta?
3. Hvað mynduð þið taka mörg mánaðarkort á ári ?
4. Mynduð þið fara í kennslu hjá próffa á staðnum ?
5. Hvað myndu mörg prósent kylfinga á Íslandi nota aðstöðuna ?
6. Er passlegt að rukka 500 kr inn í húsið með aðgang að öllu og allt að 200 boltum ?
Endilega svarið okkur kylfingar því að við þurfum að vita hvort þetta sé hægt. Svarið og spyrjið hér sem fyrst og við reynum að svara öllum sem fyrst. Skoðið nokkrar myndir á annars mjög lélegri heimasíðu okkar. (ekki tilbúin enn) http://www.angelfire.com/sports/airdome/linkar
Hjálpið okkur að koma þessu af stað, Einar og Gísli