Útbúnaður varðandi golfið Það eru alveg ótrúlega margir sem eru ekki með rétta útbúnaðinn fyrir golfið. Þá er ég ekki að tala um kylfurnar og pokann og þess háttar, því auðvitað verða allir að vera með það til að geta spilað golf. Það sem ég er að reyna að segja að það eru alltof fáir sem ekki mæta viðeigandi klæðnaði, eru ekki með flatargaffal og þess háttar græjur. Flatargaffallinn er náttúrulega nauðsynlegur hlutur og ef að við viljum halda flötunum góðum og í fínu ástandi er eins gott að muna eftir gafflinum góða. Hann er jú notaður til að laga boltaför á flötum fyrir þá sem ekki vita.

Það er ekki bara þetta sem vantar hjá flestum kylfingum heldur er það klæðaburðurinn. Mér finnst sorglegt hvernig sumir mæta til fara á golfvöllinn. Maður sér alltof oft að menn koma í gallabuxum og í strigaskóm á golfvöllinn og jafnvel hettupeysum. Ég meina gallabuxur er svona hversdagsleg föt og ætti alls ekki að ganga í þeim á golfvellinum þar sem þetta er heiðursmannaíþrótt. Varðandi strigaskónna já, til hvers eru golfskór, ég veit að þeir eru dýrir en af hverju ekki að fjárfesta í þannig ? En þegar menn eru farnir að mæta í hettupeysum í golf er þetta einum of langt gengið. Hvað finnst ykkur ? Þeir koma inná völlinn eins og eitthverjir “gangsterar” í gallabuxum, hettupeysu og strigaskóm. Mér finnst að allir ættu að taka t.d. atvinnumennina til fyrirmyndar þeir eru alltaf snyrtilegir til fara enda er það skylda þarna úti að vera fínn í tauinu. Í staðinn fyrir að mæta “ónsyrtilega” til fara finnst mér að kylfingar hér á landi ættu að mæta vel til fara svona í eitthvað í líkingu við atvinnumennina.

Ég veit alveg að það er fullt af fólki sem mætir vel til fara þegar það er að fara að spila golf en svo er líka fullt af fólki sem gerir það ekki. Mér finnst að golfklúbbarnir hér á Íslandi ættu að setja reglu hjá sér að allir kylfingar sem ætla að spila völlinn verða að mæta snyrtilegir til leiks, annars bara máttu ekki spila. Svo finnst mér einstaklega leiðinlegt að spila með fólki sem bölvar hverju einasta slæma höggi og ber kylfum í jörðina og skemmir bara völlinn. Auðvitað gera allir þetta einhvern tímann en þá er bara að reyna að hætta því. Ég sjálfur gerði þetta þegar ég var að byrja í golfinu og átti mjög erfitt að hemja skap mitt og árangurinn á hringnum varð eftir því. En núna er ég að verða mun yfirvegaðri á hring og er nánast hættur að bölva hverju slæma höggi sem ég tek heldur hugsa ég bara um næsta högg og vona bara að það verði betra. Ef að hugsunarhátturinn er ekki í lagi hjá kylfingum er spilamennskan eftir því.

Sumir halda kannski að ég sé bara með skítkast og leiðindi út í svona fólk sem ég hef verið að nefna hérna en það er aldeilis ekki. Ég er aðeins að benda fólki á einstök atriði varðandi golfið. Endilega kæru hugarar gefið álit ykkar á þessari grein og segið hvað ykkur finnst um þessi atriði sem ég hef verið að nefna hér. Að lokum vil ég bara segja, lögum þau atriði sem við erum að gera vitlaus og þá verður golfið leikur einn :)

Takk fyrir mig kv,
Geithafu