Ég spilaði víða síðasta sumar og fannst mér vellirnir misgóðir. Ég spilaði GK og hann var alveg frábær, grínin góð, stór og hröð og bönkerarnir flottir, vatnið á 9undu og fleira.
Svo fór ég á völl sem GKG er með, mar á ekki að kalla etta völl!! djises kriest!! okey..ég byrjaði á fyrstu braut. Teigurinn var mold. Á þriðju braut var allt út í skemmdum og litlum blautum holum á brautinni og það var ekkert merkt og þetta var stórmót! stigamót!ég á miðri braut ósláanlegur…pffff:( Svo á 6 held ég par 5 nidri móti mar getur cuttad yfir túllipana. Ný tyrft grín…skandall…betra hefði verid að pútta úti í móa!heh..en ég setti í og fékk birdie!!vey!Ég nenni ekki að gagnrýna fleiri brautir á þessum velli ég væri í alla nótt. Þegar etta mót var þá var ekki búið að slá völlinn í viku og ekki grínið heldur og það gerði alla klúbbana brjálaða og keppendur líka! GKG verður að gera eikkað gott á næsta ári til þess að eikker vilji spila þarna aftur og ég er ekki að grínast, það urðu allir snælduvitlausir!!heh
GV, völlur sem 15 ára og yngri sveitkeppnin var haldin, hann er fínn, fyrir utan nokkrar brautir og grín sem eru hreinlega ónýtar vegna sjávarsaltsins. þ.e.a.s 14,15,16,17(teigurinn)18 sleppur! 14 er virkilega slæm par 3, grínið í rúst! varla hægt að einpútta…heppni ef mar tvípúttar! Annars flottur og skemmtilegur völlur og á eftir að gera það gott í framtíðinni sérstaklega vegna vindáttarinnar og getur verið úr öllum áttum og verður mar að geta punnsað bolta eða slá hann lágt, taka 2-3 hærra járn og taka létt á. Ekki rembast á móti vindinum og ekki taka meira á þótt hann sé á móti!! þetta á örugglega eftir að vera sagt við þig þegar þú ferð til Vestmannaeyja að spila golf.