Á hvaða holu á Íslandi er erfiðast að slá upphafshögg?
Þetta er spurning sem ég hef verið að velta fyrir mér lengi og er ég alltaf að skipta um skoðun eftir því sem ég spila fleiri velli En þessar 2 brautir hafa erfiðasta upphafshöggið að mínu mati. Brautir sem ég nefni er 7 braut á Hlíðarvelli(par 4) sem er dogleg til hægri þar sem allt liggur á upphafshögginu.Ef þú er aðeins til hægri þá ertu out og bounds,ef þú ferð aðeins til vinstri þá er þar virkilega leiðinlegt holótt röff og ef að þú ert of langur þá ertu í hólum sem eru með 20cm háu grasi.Og ef að þú ert ekki með nánast fullkomið upphafshögg þá er mjög erfitt að bjarga parinu.
Hin brautin sem ég nefni er Bergvíkin sem allir ættu að kannast við en það er 3 brautin á Suðurnesinu.
Það er Par 3 hola sem refsar illa ef þú ert aðeins til hægri eða aðeins of stuttur og ertu þá einfaldlega out nema að risa fjörusteinarnir bjargi þér.
Það flækir málin að það er bunker fyrir framan grínið og eru oft krabbar þar eins og ég hef frekar spaugilega reynslu af.
Bergvíkin er erfiðasta braut á Íslandi og einnig með erfiðasta upphafshöggið að mínu mati.
Hvað finnst ykkur erfiðasta upphafshöggið