Veturinn 1988-1989 var það að 74 ára ellilífeyrisþegi, Steinar Guðmundsson, fékk afhenta hluta föðurarfleifðar í Mosfellsdal í landi Minna-Mosfells. Hann hafði þegar reist sér aðsetur í einu horni landins og hafið skógrækt. Þegar hann fór að velta fyrir sér hvað hann ætti að gera við landið, fæddist sú hugmynd að reyna að gera golfvöll og væri þá hægt að rækta upp svæðið slá tún og gróðursetja tré, í stað þess að beita túnið hestum, sem var hinn kosturinn, en honum leist hann sýnu verri með tilliti til gróðurs, þó það gæfi eflaust þokkalegar tekjur. Geir Svansson var fenginn til að hanna 6 holu golfvöll. Byrjað var að útbúa flatir og brautir með slætti. Ýmiskonar jarðvegsvinna var framkvæmd með skóflum til að byrja með t.d. útbúa glompur, bílaplan þurfti að gera og ýmsar aðrar jarðvegsframkvæmdir, en þá voru stærri vinnuvélar komnar til hjálpar. Vellinum var gefið nafn eftir býli, sem fannst skráð í Jarðabók Árna Magnússonar og hét “Backakot” var horfið úr sögunni en nú endurvakið.
Rekstrarfélag
Til að hrinda hugmyndinni í framkvæmd fékk hann til liðs við sig son sinn og dótturson. Flatar- og vallarslátturvél voru pantaðar notaðar frá Englandi. Einnig keypt ný dráttarvél, en eitthvað var til af verkfærum, kerra og garðsláttuvél. Til að standa fyrir og bera ábyrgð af fjárskuldbindingum var stofnað Rekstrarfélag Bakkatkotsvallar af Steinari og börnum hans. Lán voru tekin og fasteign veðsett. Skristofuhald var í höndum sonarins en mikla aðgát og útsjónarsemi þurfti í meðferð fjár magns. Um veturinn 1988 - 1989 voru byggingaframkvæmdir við hús til að mæta þörfum golfara fyrir golfskála unnar og fjármagnaðar af Steinari. Það þurfti að fá prentaðar kvittanir fyrir vallargjöldum og hanna sjálfvirkt innheimtukerfi, þar sem enginn gæslumaður var sem slíkur á vellinum, aðrir en þeir sem voru að vinna á honum í sjálfboðaliðsvinnu. Haustið 1989 voru áhugasamir golfspilarar farnir að spila völlin. Um haustið 1990 kom í ljós að hægt var að stækka völlin í 9 holur, þar sem bættist við land, sem Mosfellsbær átti, og hannaði Geir þá 3 holur til viðbótar.
Golfklúbburinn
Veturinn 1990 -1991 var ákveðið að Magnús sonur Steinars sæi um stofnun golfklúbbs og byrjaði hann að undirbúa sig með samningu laga. Lög Golfklúbbs Akureyrar voru fyrirmyndin. Sótt var um inngöngu í UMSK til að vera gjaldgengir í ÍSÍ og síðan í GSÍ. Stofnfundur golfklúbbsins var haldinn undir berum himni þann 15. júní 1991 og sóttu 25 manns fundinn. Skipuð var bráðabirgðastjórn til að koma af stað skipulögðu klúbbstarfi og var formaður Guðmundur T. Magnússon, ritari Guðbjörn Hallgrímsson, meðstjórnandi Stefán Sveinsson og Guðmundur Þórðarson, Finnur Pálmason og Magnús Steinarsson í forgjafarnefnd. Stjórnin átti að einbeita sér að því að félagsmenn gætu fengið löglega forgjöf. Til þess þurfti m.a. að fá formlega úttekt á vellinum, prenta skorkort útbúa félaga-/forgfarskírteini og einnig útbúa pokaspjöld fyrir félagsmenn.
Mót
Fyrsta fjömenna mótið var Bakkakotsmótið 13. okt. 1990 en þátttakendur voru 24. Fyrsta opna mótið, “Opna Laxnessmótið”, var haldið laugardaginn 14. september 1991 með 42 þátttakendum. Geta má þess að ekki var þá kominn sími í golfskála en gefinn upp heimasími til skráningar í mótið, en forgjöfin var komin. Um vorið 1992 lá fyrir metnaðarfull mótaskrá að undirlagi Stefáns Jónassonar fyrsta formanns kappleikjanefndar.
Fyrsti aðalfundur
17. nóvember 1991 var boðað til fyrsta reglulega “aðalfundar” klúbbsins í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og flutti Guðmundur T. Magnússon skýrslu formanns, en Magnús Steinarsson skýrslu gjaldkera, en fjármálastjórn hafði verið í höndum Rekstrarfélagsins og náði skýrslan yfir fyrstu tvö árin og gerð fjárhagsáætlun fyrir 1992. Síðan var kosin fyrsta aðalstjórn klúbbsins en hana skipuðu Guðmundur T. Magnússon, formaður, Stefán Sveinsson, varaformaður, Magnús Steinarsson, gjaldkeri og Guðjón Jóhannsson ritari. Finnur Pálmason, forgjafarnefnd, Stefán Jónasson, kappleikjanefnd og Pálmi Hlöðversson, vallarnefnd. Varamenn í stjórn, Kort Ásgeirsson, Petrína Ágústsdóttir og Sævar Pálsson. Vallarstjóri var ráðinn Gísli Snorrason.
Lokaskrefin í upphafinu
Reksturinn þróaðist smátt og smátt, veitingasala frá 1991 og sá Magnús um það ásamt Eygló konu sinni í sjálboðaliðsvinnu. Keypt var notuð traktorsgrafa, sem olli byltingu í framkvæmdum. Eftir árið 1993 dró Steinar sig í hlé ásamt konu sinni, sem hafði séð um þrif og mótttöku gesta, en á því ári var klúbburinn orðinn sjálfbær fjárhagslega og hægt að leggja Rekstrarfélagið niður og var ákveðið af Rekstrarfélaginu, að gefa allar vélar, tæki og áhöld auk framkvæmda við völlinn til klúbbsins. Gerður var jafnframt leigusamningur við Steinar um að hann fengi leigu fyrir afnot klúbbsins að landinu og skálanum. Geta má þess að umhverfismálar áð Mosfellsbæjar veitti vellinum/umhverfisframkævmdum formlega viðurkenningu 1994. Nýr golfskáli var keyptur og formlega tekinn í notkun á 5 ára afmæli klúbbsins 1996, en gamli skálinn áfram notaður m.a. fyrir aðstöðu m.a. verkamanna á vellinum. Árið áður hafði Gísli Snorrason vallarstjóri komið upp vélaskemmu. Báðar þessar byggingar voru flutta í heilu lagi á staðinn.
Golfvöllurinn
Aðsókn hefur verið stígandi ár frá ári og hefur völlurinn það orðspor að vera þægilegur heimilislegur golfvöllur, þar sem gott er að vera. Framkvæmdir við sjálfan völlin hafa verið stöðugar. Byggðar upp flatir, teigar, fjölgað glompum, lengdar brautir. Hirðing hefur orðið meiri enda nú orðið launaðir starfsmenn á vellinum, sem geta gefið honum meiri tíma. Félagsmenn hafa farið í átaksverkefni þegar stærri framkvæmdir hafa verið á döfinni, s.s. teiga-, glompu- og flatagerð, þökulagning og vinnudagar á vorin þegar velli er komið í gang. Brú var gerð yfir Köldukvísl og nýtt æfingasvæði tekið í notkun 1999. Trjáræktarvinna hefur verið umtalsverð undir stjórn Guðjóns Jóhannssonar með dyggum stuðningi Gísla Snorrasonar og Magnúsar Steinarssonar. Klúbburinn hefur lagt fé til verksins og Skógrækt Ríkisins og “Skógrækt með Skeljungi” hafa m.a. komið að fjármögnunni og mikla athygli hefur vakið þegar sótt hafa verið yfir 10metra há aspartré í garða og sett niður á vellinum.
Félagsstarfið
Félagsstarfið er gróskumikið. Stjórnin skipar nefndir sem sjá um hin ýmsu verk. Mótanefnd, Vallarnefnd, Forgjafarnefnd, Fjáröflunarnefnd, Nýliða og unglinganefnd, Aganefnd, Skálanefnd, Trjáræktarnefnd og Skemmtinefnd. Alveg frá upphafi golfklúbbsins hefur verið harður kjarni félagsmanna sem rekur félagsstarfið, en hann hefur stöðugt vaxið og er mikil og óeigingjörn vinna lögð í starfið. Einnig hefur klúbburinn átt marga velunnara utan klúbbsins, sem veitt hafa klúbbnum gott brautargengi.
Hér koma svo nokkur vallarmet á Bakkakoti:
Hjalti Pálmason GOB, 63 högg, 16/7 2002
Ingibjörg Ósk Einarsdóttir. GR, 73 högg. 09/07'98
Hola í höggi:
Hólmgrímur E. Bragason GOB á 2. braut
Magnús St. Einarsson GOB á 2. braut
Guðmundur Sigurvinsson GOB á 2. braut
Jón Halldórsson GK á 9. braut
Ómar Jóhannsson GKG á 9. braut
Ragnar Einarsson GOB á 9. braut
Steinar Birgisson GOB á 9. braut
Guðmundur Haraldsson GOB á 9. braut
Hannes G. Sigurðsson GOB á 9. braut
Unnur Jónsdóttir GOB á 9. braut