Hugleiðingar um vetur
Eins og svo margir vita er veturinn oft erfiður kylfingum og hefur þessi vetur einkennst af sérstaklega miklum kulda og lélegum inniaðstæðum. Þegar hart er í búi er rétt að líta á aðstæður með jákvæðu hugarfari og kanna allar hliðar málsins. Eins og mikið hefur verið rætt um hér eru lélegar astæður til iðkunar. Málið er hinsvegar það að um vetur er lítið annað hægt að gera en að vinna að sérstökum þáttum leiksins. Sveiflan er það sem sérstaklega má vinna í. Veturinn er reyndar albesti tíminn til að setjast niður með kennara og spá í spilin og komast að því hvernig hægt sé að koma sem best undirbúinn til leiks að vori. Má horfa til að mynda á Björgvin Sigurbergsson sem ekki hefur verið mikið við iðkun erlendis en er sem stendur fremsti kylfingurinn í dag, ef litið er til áhugamanna. Hann notfærir sér aðstæður innanhúss til hins ýtrasta og alltaf er hann rétt undirbúinn þegar vorið er komið og hann getur notað sinn tíma til að vinna í stutta spilinu eða 120 metrum og niður. Ég held að það sem mikilvægast er fyrir alla iðkendur sé að reyna að setja sér áætlun niður á blað vinna markvisst að henni og ég skal lofa ykkur, að þegar að vorinu kemur eruð þið mörgum skrefum framar en þeir sem sitja fyrir framan tölvurnar og skrifa greinar í Huga allan daginn og bíða eftir betra veðri