Saga Go
Stuttu eftir síðari heimsstyrjöld festu allmargir Oddfellowar, eða 61 að tölu, kaup á jörðinni Urriðavatnskoti í Garðhreppi og hugðust nota hana til sumardvalar fyrir sig og fjöldskyldur sínar. Af því varð þó ekki og í október 1957 færðu þeir Styrktar- og líkarsjóði Oddfellowa jörðina að gjöf.
Jörðin er tæplega 500 ha að flatarmáli, ekki mikil að landkostum, en býr yfir mikilli og margbreytilegri nátturufegurð og fjölbreyttu landslagi. Nýting Reglunnar á jörðinni var lengst af í algeru lágmarki, helst að eitthvað væri fengist það við skógrækt, og tekjur af henni engar.
Það var ekki fyrr en seint á níunda áratugnum, sem hlutirnir fóru að gerast. Garðabær festi þá kaup á spildu úr landinu, sem nú hafði lögformlega fengið heitið Urriðavatnsland og í framhaldi að því ákvað stjórn Styrktar- og líknarsjóðs að það fjármagn, sem með þessum hætti rann í sjóðinn, skyldi notað til að viðhalda gildi landareignarinnar. Lét hún gera ítarlega athugun á helstu þáttum um hugsanlega nýtingu landsins. Einn þessara þátta var golfvöllur. “Gefa frumathuganir til kynna að landið henti mjög vel fyrir golf”, segir m.a. í “hvítbók”, sem gefin var út. “Til að mynda þykir nálægð við hraunið gera landið mjög spennandi fyrir íþróttina”. Þá fylgja frumdrög að 18 holu golfvelli.
Þegar vaknaði mikill áhugi meðal Oddfellowa og vorið 1989 tók til starfa nefndi til undirbúnings stofnunnar Golfklúbbs Oddfellowa (GOF). Var klúbburinn síðan stofnaður 12. maí 1990.
Urriðavatnsdalir eru í raun einn dalur, sem afmarkast ad Vífilsstaðahlíð og Hádeigisholt/Sandhlíð, en fyrir mynni dalsins er Urriðavatnsholt. Fremst í dalnum var allstór grasi gróin slétta og þar hafði verið útbúinn vísir að golfvelli. Sjálfboðaliðar sáu um það verk, en fljótlega varð ljóst að ef sú draumsýn, sem birtist í “hvítbókinni” ætti að verða að veruleika yrði að leita til verktaka með stórvirkar vinnuvélar því umfangsmikla jarð vinnu var að ræða.
Samið vað við Hannes Þorsteinsson um hönnun vallar á grundvelli þeirra frumdraga, sem hann hafði áður gert. Vann hann verkið í náinni samvinnu við Þráin Hauksson lansdslagsarkitekt. Verktakafyrirtækið ET tók síðan að sér jarðvegsvinnuna og hafði lokið við gerð brauta 9 holu vallar þannig að þær voru tilbúnar til sáningar vorið 1991. Flýtti það mjög fyrir að meginhluti efnisflutnings var innan svæðisins sjálfs.
Svo mikil var framkvæmdargleðin að það var fyrst í október 1991 að GOF gerði formlegan leigusamning við Styrktar- og líknarsjóð um landið undir völlinn. Er hann til 50 ára, eða ársins 2041.
Grasfræi var sáð í brautir, en allar flatir voru tyrfðar með þökum, sem skornar voru af grassléttunni framanvert í dalnum. Þar var mjög fíngert gras ráðandi í sverðinum. Hafði það alla eigiinleika góðs flatargrass og þreyfst vel á svæðinu. Reyndist þetta vel, en uppbygging flatar er eitt mikilvægasta og jafnframt vandasamasta verk á sérhverjum golfvelli.
Sjálfboðaliðar komu mikið að verki við gerð vallarins, m.a. við að þekja flatir, hreinsa grjót ír brautum, gróðursetja tré o.fl. Mest var þó starf þeirra, sem stóðu í brúnni hverju sinni.
Almennt er gert ráð fyrir að hægt sé að hefja leik á brautum golfvallar á þriðja sumri eftir sáningu, en á þessum velli hófst hann þegar um sumarið 1992.
Svo vel hafði tekist til með gerð hans.
En þótt kominn væri skemmtilegur 9 holu völlur (brautir 10 – 18 á núverandi velli) var ekki staðar numið. Á árunum 1994 og 1995 var gerður í dalbotninum nýr 9 holu par-3 völlur, sem hentar mjög vel fyrir byrjendur og raunar fyrir alla kylfinga. Nafnið sem hann fékk, Ljúflingur, ber hann með rentu.
Árið 1995 var svo hafist handar um gerð seinni 9 brautanna (þ.e.a.s. 1-9) og að því verki staðið það snaggaralega að 18 holu völlurinn var vígður við hátíðlega athöfn 8. ágúst 1997, og daginn eftir hófst þar 9. landsmót Oddfellowa í golfi.
Við hönnum vallarins er hann fyrst og fremst hugsaður sem skemmtilegur klúbbvöllur frekar en erfiður keppnirvöllur. Þó er hann engan verginn auðveldur viðfangs og sómir sé ágætlega sem keppnisvöllur, ekki síst eftir að brautir hafa verið þrengdar til muna, teigar á þremur brautum færðar aftur og bætt við glopum.
Við hönnunina var höfuðáhersla lögð á að nýta sérkenni landslagsins. Undir hraunjaðrinum eru t.d. 6 holuflatir þannig að jaðarinn myndar fagurt baksvið. Þá eru teigar uppi í hraunjaðrinum til þess að skapa yfirsýn yfir brautina framundan. Teighögg á tveimur brautum eru “blind” að því leyti að lendingarsvæðin sést ekkert frá teignum, en í öllum tilvikum sést inn á holuflatirnar frá eðlilegum lendingarstöðum. Ein hola er að öllu inni í hrauninu. Er það stysta hola vallarins og jafmframt sú stysta á landinu og sennilega þótt víðar væri leitað. Þá er á einni brautinni skógarhindrun, trúlega sú eina á golfvelli á Íslandi. Efstu holur vallarins eru í 90 m hæð yfir sjó, en flestar þeirra í 60 – 70 m hæð.
Öllum brautum vallarins hafa verið gefin heiti, sem sótt eru í gölum örnefni eða landslag. Stuðlabergsstöplar hafa verið settir við hvern teig. Þar er nafn viðkomandi brautar skráð og ennfremur er þar mynd af brautinni og lengd tilgreind. Auk þess eru við teigana bekkir með stuðlabergsundirstöðum.
Golfskáli var reistur á vellinum árið 1992, en hann reyndist fljótt of lítill og er þegar búið að teygja hann og toga í þrígang. Framtíðarskáli er ætlaður staður á svæðinu ofan við 9. og 18. flötina. Verður þar útsýni gott, m.a. góð yfirsýn yfir allan fremri hluta dalsins.
Golfklúbbur Oddfellowa er lokaður klúbbur og getur þar af leiðandi ekki verið í Golfsambandi Íslands. Í nóvember 1993 gekkst GOF því fyrir stofnun nýs klúbbs, Golfklúbbsins Odds (GO). Er það opinn klúbbur, meðlimur í GSÍ og sér um öll samskipti við sambandið og íþróttahreyfinguna. Mjög náin samvinna hefur verið með klúbbunum og núna er t.d. sami maðurinn formaður þeirra beggja.
Enginn getur á móti því mælt að golfvöllurinn í Urriðavatnsdölum er í fögru umhverfi. Kylfingum skal svo eftirláta – hverjum og einum – að dæma um hann að öðru leyti. En það eru ekki aðeins kylfingar, sem komið hafa auga á það verk, sem unnið hefur verið á þessum stað. Árið 1997 fékk Oddfellowreglan verðlaun frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fyrir “merkt framlag til umhverfis- og skipulagsmála”.