Þá er fyrsta stórmótið búið. Og enginn annar en Mike Weir hinn örvhenti sem vann í bráðabana. Já þetta var heldur betur skrítið mót fannst mér. Mér finnst nefnilega alltaf jafnskrýtið þegar óþekktir gaurar séu að berjast um efstu sætin. (Er nú samt varla að segja að Mike Weir sé óþekktur)Allaveganna enduðu þeir báðir á 7 undir pari.
Þannig að þeir fóru í bráðabana á 11. holu. Skutu báðir inn á miðja braut í upphafshöggi á svipuðum stað. í öðru höggi skaut Mattiace fáránlegt skot sem endaði hægra megin við grínið í beinni stefnu við tréð.
Svo skaut Weir góðu höggi inn á miðja flötina.
Mattiace sló síðan þriðja höggið langt yfir holu.. Og endaði holuna á þrípútti. Skömm fyrir mann sem mér fannst hafa spilað skemmtilegt og gott golf um daginn. Weir þrípúttaði einnig en það dugði honum til sigurs.
Þetta var ekki bara stórsigur fyrir Weir heldur líka fyrir örvhenta. Þetta var í fyrsta skipti sem örvhentur maður vinnur á stórmóti síðan 1960 og eitthvað. Svo til hamingju örvhentir.;)
Þá er maður bara farinn að hlakka til næsta móts opna bandaríska, sem Tiger tekur vonandi. Bara svona til að fólk fari ekki að gagnrýna hann.