Ef skoðuð eru úrslit Masters síðustu 10 ára þá sést að Olazabal stendur sig alltaf vel. Hann kann mjög vel við sig á Augusta National og á tvo græna jakka í fataskápnum.
Síðan finnst mér líka gaman að sjá hve stöðugur golfari Phil Mickelson er. PM endaði þriðji á Masters í ár og er líklega sá atvinnumaður sem á flesta medalíur í skápnum eða m.ö.o. “most top 5 finishes”. Því miður hefur hann aldrei sigrað risamót en mér finnst hann mjög líklegur til þess að kveða burt þann draug og vonandi mun þessi nýji Futura pútter virka fyrir hann með tímanum.
Mér fannst engin spurning um hverjir tveir voru bestir í stutta spilinu á Masters. Þeir voru báðir örvhentir, þ.e. PM og Mike Weir. Engin furða að þeir spili stöðugast allra því flestir vita að stutta spilið er lykillinn að því. T.d. hitti Weir aðeins 2 grín á fyrri nýju lokahringinn en endaði hann á -2 undir pari.
PM er #2 á heimslistanum þrátt fyrir að hafa aldrei unnið risamót. Ástæðan er sú að hann er ofarlega í öllum mótum sem hann tekur þátt í. Hann hefur alltaf verið góður í stutta spilinu og það er sama hvernig hann er að slá, aldrei sprengir hann. Sá kostur getur reyndar einnig verið ókostur því fyrir vikið virkar PM frekar litlaus spilari. Það helsta sem er spennandi við PM er högglengd hans.
Eitt er ljóst, PM er orðinn sá högglengsti á PGA, hann var sá högglengsti á Masters í ár og er samanlagt með hæðstu meðalhögglengdina á PGA sem stendur. Reyndar hefur hann þakkað Titleist fyrir þann árangur því nýji 983 driverinn og Pro V1x boltinn eru víst að virka vel fyrir hann og reyndar nokkra aðra að auki.
——————-