Nafn: Sergio Garcia Fernandez
Hæð: 5fet 10tommur (178 cm)
Þyngd: 160 pund (73 kg)
Fæddur: 9.janúar, 1980
Fæðingarstaður: Kathalóníu, Spáni
Byrjaði að æfa golf: Þriggja ára
Heimili: Borriol, Spáni
Fjölskylda (kona og börn): Einhleypur
Gerðist atvinnumaður: 1999
Áhugamál: Real Madrid FC, golf og tölvuleikir.
Sergio Garcia braut ísinn árið 2001 þegar hann vann the MasterCard Colonial, fyrsta mótið hans á PGA-túrnum. Sergio Garcia, öðru nafni “El Nino” gerðist atvinnumaður 21.apríl árið 1999 eftir 19 sigra á áhugamannamótum og sigur á einu atvinnumannamóti, the Catalonian Open en þá var hann aðeins 17ára gamall! Hann komst svo í gegnum niðurskorð (cuttið) á 12 af 18 mótum á Evrópskumótaröðinni á ður en hann gerðist atvinnumaður árið 1999. Hann vann the Murphy's Irish Open og varð fjórði yngsti kylfingurinn til að vinna sigur á Evrópskumótaröðinni, þá var hann aðeins 19ára og 290daga gamall. Hann varð svo í öðru sæti á Standard Life Loch Lomond mótinu eftir 62 högga hring. Því næst náði hann frábærum árangri á PGA-túrnum þegar hann lennti í öðru sæti á eftir Tiger Woods á US PGA at Medinah mótinu, ef honum hefði tekist að vinna mótið þá hefði hann orðið yngsti kylfingurinn til þess að vinna major í 129ár. Því næsta lá leiðin á Ryder Cup mótið þar sem hann vann 3 ½ vinning af fimm mögulegum fyrir Evrópumenn, en það var ekki nóg til þess að Evrópumenn gætu komið í veg fyrir að Bandaríkjamenn innu Ryderinn. Hann snéri svo aftur á Evrópskumótaröðin til að vinna the Linde German Masters og hjálpaði því næst Spáni við að vinna Alfred Dunhill Cup. Hann réð Fanny Suenesson sem caddie árið 2000, en náði ekki að vinna mót þannig að hann réð Suður-Afríkan Glenn Murray. Hann náði hinsvegar að vinna Tiger í made-for-television keppninni í ágúst, nálægt Hann var nálægt því að vinna sinn þriðja sigur á Evrópskumótaröðinni þegar hann lennti í örðusæti á Greg Norman Holden International í febrúar 2001 eftir að hafa tapað fyrir Aaron Baddeley sem ere inn af efnilegustu kylfingunum í dag. Nýlega skippti hann svo um kylfur, en hann skipti úr Titleist yfir í Taylor Made. Núna er Sergio Garcia aðeins ný orðinn 23 ára og er því til alls líklegur í framtíðinni.
Kv.
bsk17