Ég Links ætla að skrifa um mikilvægi púttersins í golfinu.
Persónulega finnst mér pútterinn gegna mikilvægasta hlutverkinu af öllum kylfum í golfinu. Það er reyndar mikið deilt um hvaða kylfa er mikilvægust, en mest er þó talað um dræverinn og pútterinn.
Þeir sem vita þetta ekki þá er pútterinn langmest notaður þegar maður er að spila, eða að minnsta kosti 18 sinnum( ef maður er alltaf á flöt og maður chippar aldrei oní ). Aftur á móti notar maður dræverinn í mesta lagi 14 sinnum á hring ( ef við gerum ráð fyrir því að það séu 4 par 3 holur á 18 holu hring ). Auðvitað er mikilvægt að vera góður að slá með dræver, en það er eiginlega ekkert mál. Maður miðar á brautina og slær bara, og hugsar bara um það hvað kúlan mun fara langt og vera á sæmilegum stað á brautinni. Aftur á móti þarf maður að vera meira vandvirkur með pútter. Maður þarf að finna hraðann, reikna hallann, vera með rétta stefnu o.fl. Það er mjög auðvelt að klúðra púttum. Maður getur alveg léttilega þrípúttað af t.d. 2 metra færi.
Ég hef verið að fylgjast með mótum í Bandaríkjunum. Ég hef nú séð hvaða munur er á þeim bestu og þeim sem eru á eftir. Allir slá nokkuð svipað ( kannski ekki alveg vegalengd, en sama ), en það eru púttin sem greina á milli. Tökum t.d. Phil Mickelson. Hann er mjög góður kylfingur og allt það, en þegar hann æfir leggur hann hvað mestu áherslu á púttin og vippin. Ef hann væri ekki eins og góður að pútta og vippa eins og hann er í dag þá er ég ekki viss um það Philli væri með þeim bestu og væri svo ofarlega á flestum mótum.
Ég veit alveg að margir eru ósammála mér um þetta, en þetta er mín skoðun á þessu.
Takk fyrir mig
- Links
“ Þar sem koma fleiri en tvö tré, þar er skógur ”.