Laura Davies Mig langar að segja aðeins frá uppáhaldskvenkylfingi mínum.
Það er hin enska Laura Davies.
Laura er fædd 5. október 1963 í Coventry á Englandi.
Hún byrjaði að spila golf með bræðrum sínum og segir ástæðuna fyrir högglengd sinni vera sú að hún þoldi ekki að slá styttra en bræðurnir svo hún lagði allt í löngu höggin og hefur svo sannarlega uppskorið samkvæmt því.

Hún vann nokkur áhugamannamót á ferlinum s.s. Curtis Cup ´84 og Welsh Open Campion ´84

Hún gerðist atvinnumaður í golfi 16. apríl ´85

Helstu áhugamál Lauru eru: m.a. allt sem tengist íþróttum, sérstaklega þó fótbolti og hraðskreiðir bílar. Hún er ádáandi Liverpool.

1986 vann hún m.a. British Woman´s Open.
Einnig vann hún Greater Manchester mótið á Haigh Hall, en þar spilaði hún á 20 undir pari og jafnaði met sem Nancy Lopez átti.

Hún var valin nýliði ársins í Evrópu 1985 og í USA 1988
Efst á peningalista Evrópu (Order of Merit) 5 sinnum
1985, 1986, 1992, …., 1999

Efst á peningalista USA (LPGA)
1994

Heimslisti Ping (fyrsta sæti)
1994, 1996

1994 var hún fyrsti kylfingurinn (m.v. bæði karla og konur) til að vinna mót á 5 mismunandi mótaröðum. (Evrópa, Japan, Thailand, USA, Ástralía)

Hún hefur tekið þátt í Solheim Cup ´90, ´92, ´94, 96, ´98 og ´00

Eftirminnilegasta högg sem ég hef séð hana slá , var í móti í Evrópu
(því miður man ég ekki nafn mótsins, né mótsstað)
Hún var að slá á par-5 holu og lenti með upphafshöggið út af braut vi. megin og lá boltinn þar í þykku grasi. Hreint ekki árennilegt, enda þurfti hún að slá yfir vatn til að koma honum á flöt. Eftir smáumhugsun tók Laura vel á og náði að rífa boltann út úr þykka grasinu og koma honum inn á flöt í 2-höggum. Þetta var alveg stórkostlegt högg.

Þetta er aðeins brotabrot af hennar afrekum. Ég vona að einhver hafi haft gaman að.