Ég spila golf og á mjög margar golfkúlur. Ég byrjaði að safna golfkúlum áður en ég fór í golf. Þegar ég var á Akureyri fór ég alltaf út á golfvöll með frændum mínum að tína golfkúlur. Þannig að ég var búinn að eignast gott safn kúlna áður en ég hóf golfferil minn. Þegar ég fer að spila kem ég alltaf heim með fleiri kúlur en ég kom með. Það er vegna þess að ég leita alltaf af kúlunum mínum og finn þá oftast einhverjar aðrar kúlur. Það er aumingjaskapur að skjóta út af og nenna svo ekki að leita.
Ég veit um margar gullnámur:
Skurðirnir kringum 15. holu Grafarholti
Meðfram ánni á 6. holu Korpu,
allir skurðir á Akureyri,
hægra megin við 4. holu á Akureyri.
Ég á nú ekki von á að neinn notfæri sér þessar upplýsingar en ég mæli með því að kylfingar safni sér upp góðum kúluforða.
Gleymum ekki smáfuglunum..