Næstkomandi sunnudag fer ég til Ventura, Florida (rétt fyrir utan Orlando) í Bandaríkjunum og verð þar yfir jólin og áramótin og mun örugglega spila mikið golf enda allt morandi í golfvöllum á þessu svæði ég mun gista í einbýlishúsi við 18 holu golfvöll. Vinur minn hefur verið þarna og mig grunar að margir Íslendingar hafa verið þarna vegna þess að Vestur-Íslendingur á þetta hótel. Ég hef skoðað þetta svæði á netinu og líst bara nokkuð vel á þetta.
Ég hef farið einu sinni til Orlando áður og þetta er draumur allra kylfinga. Yfir jólin er hitinn í kringum 20 - 25 stig. Dagurinn byrjar kl. 7:00 og það fer að dimma um sex leytið. Margir skemmtigarðar eru þarna s.s. Bush gardens, Epcot Centre og Sea World.
Ég veit ekki svo mikið um þetta svæði en ég hef heyrt eitthvað um það. Ef einhver hefur verið þarna getur sá sagt mér hverju ég má búast við? Þegar ég kem heim ætla ég að segja ykkur frá öllu sem kom við golfi í ferðinni.
ég er ekki bara líffæri