Golfverktíðin í ár er búið að vera svona alveg ágæt að mínu mati. Það rigndi og rigndi alveg stanslaust frá enda júlí alveg til í september ( nema kannski kom einn dagur á milli sem var fínn ). Svo í september var veðrið bara mjög gott. vandamálið var bara það að það var byrjaður skóli og maður gat ekki stundað íþróttina eins og maður vildi.
Þótt ótrúlegt sé þá er núna í dag alveg hægt að spila golf. Grasið er grænt, gott veður og völlurinn í góðu standi. Eina vandamálið er að það skyggir fljótlega á daginn ( um kl 16 eða svo ) og svo er líka ef maður ætlar að fara á völlinn um helgar þá er hann fullur ( flestir eldri borgarar sem vakna mjög snemma á morgnanna ).
Satt að segja þarf ég ekkert að fara til útlanda að spila ef veðrið verður svona alveg þangað til í maí.
Ég tel bara að við erum bara mjög heppin með veður og vonandi verður það bara svona :-)
Þakka fyrir mig
- Links
“ Þar sem koma fleiri en tvö tré, þar er skógur ”.