Sæl og blessuð.

Ég fór inn á heimasíður nokkra stærstu golfframleiðenda og ég ætla að segja ykkur það sem er að koma á markaðinn.

Callaway:
Callaway er að koma með ný járn. Það eru Callaway x-16 steelhead. Þau eiga að vera með betra feel og meiri nákvæmni. Það er líka að koma nýr driver frá þeim, en það er enginn annar en Great Big Bertha II sem er að koma. Driverinn er búinn að vera lengi í þróun og þeir búast við byltingu með þessum driver.

Ping:
Þeir hjá Ping eru að koma með ný járn og nýja wedge. Nýju pútterarnir heita G2 og Specify. G2 er bara standard nýr pútter, en specify er með blý á fremri hluta púttersins sem gerir það að feelið verði mun betra. Ég náði ekki alveg hvað nýju wedgarnir heita, en á lýsingunni stóð að þeir eru alveg frábærir.

Taylor Made:
Taylor Made eru að koma með nokkrar nýjungar að nefna á markaðinn.
Það er t.d. Taylor Made rac járnin sem eiga að vera alveg frábær.
Svo er líka að koma nýr driver. Hann heitir BurneR 860 og er svona nokkuð líkur R seríunni, en bara stærri.
Svo er líka nýr wedge frá þeim, en hann heitir Fe2o3 sem á að slá öllum hinum wedgunum við.

Titleist:
Þetta er það síðasta að þessu sinni. Titleist er að koma með ný járn sem heita Titleist Forged 690, og eru til í tveimur gerðum, mb og cb. Svo eru þeir að koma með nýjar pútter sem heitir Scotty Cameron Bulls Eye, en hann er eins og þessir gömlu góðu að gerð.

Vonandi hafið þið haft gaman af þessu.
Takk fyrir mig
- Links
“ Þar sem koma fleiri en tvö tré, þar er skógur ”.