Við Íslendingar höfum góðan og greiðan aðgang að helstu golfvöllum í heimi. Við getum farið t.d. til Portúgals og Bandaríkjanna til þess að halda sér við á veturna í staðinn fyrir að slá í net sem er nokkurn veginn tilgangslaust, fyrir utan það að maður heldur sveiflunni sinni eðlilegri. Ég hef farið á nokkra staði sjálfstætt og það hefur komið mér á óvart hvað það er sumstaðar ódýrt að spila golf. Dæmi um það er þegar ég fór til Mallorca. Ég og faðir minn ákváðum að taka auðvitað golfsettin með okkur og spila smá golf. Við byrjuðum á því að spila á golfvellinum Royal Bendinent, en spánarkonungur á að vera einhver heðursgestur o.s.frv. Hann var mjög flottur. Hæðóttur og allt til fyrirmyndar. Það kostaði fyrir okkur um 10.000 kr að spila 18 holur á golfbíl, sem mér fannst ekki mikið miðað við gæðin á vellinum ( til gamans má geta ef maður ætlar að spila Grafarholtið þá kostar hringurinn um 5.000 krónur ). Í Bandaríkjunum eru vellirnir ekkert síðri. Við skelltum okkur á einn völl sem var ekki langt frá hótelinu. Þetta var flottur völlur með öllu tilheyrandi. Það kostaði okkur 8.000 krónur með golfbíl ( frekar hæðóttur völlur líka ) að spila völlinn. Þegar ég fór til Skotlands í sumar spilaði ég völl sem heitir Royal Musselborough ( minnir mig ). Hann var mjög skemmtilegur. Mikið af trjám og hættum og það kostaði að spila hann 2.000 krónur ( án golfbíls ).
Það sem ég er að segja er að vellir í útlöndum eru ekkert dýrir þótt sumir hafa sagt það við mann. Maður verður bara að passa sig á því að eyða ekki of miklu. Sumir halda að það sé bara best að fara með ferðaskrifstofum og maður sé að spara, en það er einmitt öfugt. Ef maður er nógu sniðugur og pantar sé hótel á góðum kjörum og fer á góða, en ódýra velli, þá er maður búinn að spara sér heilmikinn pening sem maður getur svo nýtt sér seinna meir.
Takk fyrir mig
- Links
“ Þar sem koma fleiri en tvö tré, þar er skógur ”.