Flestir byrjendur nota hvaða bolta sem er en það er ekki rétt af þeim því það getur munað (allavega hjá mér) hvers konar bolta þú notar til dæmis : hvort þú ert með hraða og hæga sveiflu… sveiflar innávið eða útávið… hvort þú slærð boltann hátt eða lágt…eða hvort þú slærð bolta með miklum spuna. Flestir atvinnu menn nota svokallaða Balata bolta en þeir hafa “balata húð” sem eykur spuna á flötum og tilfinningu í púttunum. Einstaka atvinnumenn nota tveggja parta bolta sem eru harðir. Með þeim fæst mikil lengd en nánast enginn spuni eða tilfinning… t.d. notar John Daly Pinnacle bolta.
Eins og ég sagði þá hef ég ekki fundið “rétta boltann” fyrir mig en ég hef reynt marga svo sem: bæði Strata Tour Professional og Tour Ultimate… Titleist Pro v1…Nike Tour Accuracy TW en enginn hefur hent mér. Getur einhver reynt að hjálpa mér með þetta. Ég er nokkuð högglangur (ég slæ svona 220 - 230 metra með driver) en er frekar slakur púttari. Mér hefur fundist Pro v1 vera góður en hann er bara svo dýr.
Hvaða bolta notið þið?? hafa þeir hentað ykkur?? er hann dýr??
PLZ svarið mér.
ég er ekki bara líffæri