Golfarar:

Ég var í tölvunni einn daginn og ég sá eina fyndna klippu. Á henni voru ýmis konar fáránleg högg sem svokölluðu “ atvinnumenn ” í bandarísku mótaröðinni hafa gert.
Dæmi um þetta er t.d. að það var náungi sem sjankaði drævið sitt og kúlan fór einhvert út í andskota ( hló gríðarlega ), mann sem toppaði kúluna hjá sér með brautartré, og svo sá ég einn annan 5 pútta mig minnir af 2 m fjarlægð ( ekkert að grínunum eða svoleiðis ).
Það sem ég er að segja er hvernig í fjandanum þeim tókst þetta.
Þetta eiga að vera atvinnumenn sem eru alveg rosagóðir, en svo sér maður einhverja vera að sjanka höggin sín! Meina að segja ég hef ekki sjankað drævið mitt síðan ég einfaldlega byrjaði í golfi!!!
Núna hugsa sumir um að allir geri mistök blabla, en þetta eiga að vera atvinnumenn. Ef þetta hefði verið ég þá hefði ég örugglega fengið hjartaáfall!!!
“ Þar sem koma fleiri en tvö tré, þar er skógur ”.