Hvíla landsliðið í nokkur ár
Ég var að velta því fyrir mér hvort það væri bara ekki æskilegt að hvíla öll íslensk landslið í svona fimm ár, og fara að vinna með þessu fólki frekar hugafarslega. Nú segja margir “ertu frá þér hvað með reynsluna sem þau fá maður”. Sjálfur hef ég farið út að keppa með landsliðinu 6-7 sinnum, og það er eitt sem vantar og það er það að koma því inn hausinn á fólkinu að þetta er ekki skemtiferð né sólarlandaferð.. Nú á ég bara um unglingalandsliðið. Hér er ein góð saga af manni sem var að spila með mér úti fyrir hönd Íslands. það var 35 gráðu hiti og hann var að spila í mótinu, þannig að hann svitnaði mikið og var byrjaður að missa grip á kylfunn, landsliðseinvaldurinn fannst þetta eitthvað skrítið útaf því að hann var ekki með hanska. Þannig að hann fór að honum og spurði hann, afhverju hann var ekki með hanska, þá sagði spilarinn “ég get ekki bara verið með hanska á einni þá verð ég bara brúnn á einni”" svo eru til margar svona sögur. Mér finnst að það ætti að reyna að taka stráka núna sem eru kannski 11-13 ára og þjálfa góðan hóp þar og síðan senda þá svona um 16 ára út að spila, sama gildir með stelpurnar. Íslensk landsliðs golf er á niðurleið miðað við seinustu ár. Þannig það er eitthvað að og kannski er það ekki þetta en einhverjar breytingar verður að gera! hvað finnst ykkur?