Ég ætla aðeins að ræða um byrjendur um golfi sem eru að taka sín fyrstu skref:
Á korpúlfsstöðum í sumar lenti ég og aðrir sem voru að spila með mér að lenda fyrir aftan algjöra byrjendur sem það sást að þeir kynnu ekkert í golfi.
Við ákváðum að sjá til og þá taka bara framúr eftir 2 holur eða svo. Eftir tvær holur báðum við kurteisislega um hvort við mættum taka framúr. HELD NÚ EKKI. Þau héldu ótrauð áfram án þess að við gátum ekki neitt. Þetta gerðist á þriðju holu og mig minnir að við þurftum að bíða í kortér eða 20 mín eftir að þau komust að gríninu vegna þess að það tók svo langan tíma fyrir þau að hitta andskotans boltann, og þegar þau gerðu það þá fór boltinn í trén o.s.frv. Á þriðju holu ( sem er par 3 og 210 m af gulum tegum ) báðum við um hvort að við mættum taka framúr. Aftur nei. Við þurftum að bíða heillengi og það vor kominn 3 holl á teiginn. Svo á 5 holu ( sem er par 5 ) vorum við bara búnir að fá nóg, blístruðum á þau og slóum. Þegar við komum að þeim, þá var rifist. Þau byrjuðu meina að segja að vitna í biblíuna. Okkur var satt að segja alveg sama og héldum áfram og kláruðum níu holur, vegna þess að það var orðið kalt og dimmt.
Það sem ég er að reyna að segja að flestir byrjendur ( ekki allir ) halda að þeir eigi heiminn og geti gert hvað sem er. Þeir hleypa ekki framúr og svo eru þeir svo lengi að það er komið langt bil á milli þeirra og hollinu á undan. Mér finnst að þegar einhverjir sem eru komnir í klúbb og eru að byrja skulu FYRST læra á allar reglurnar og fara á æfingavöllinn í staðinn fyrir aðalvöllinn.
Takk fyrir mig
- Links
“ Þar sem koma fleiri en tvö tré, þar er skógur ”.