Ég vildi bara láta ykkur vita um hvað fór fram á aðalfundi golfklúbbs Borganesar. Þetta var það sem kom fram:
Aðalfundur Golfklúbbs Borgarness var haldin miðvikudaginn 20. nóvember.
Fráfarandi formaður Eiríkur Ólafsson flutti skýrslu stjórnar, hana má fynna undir dálknum ýmislegt hér á síðunni.
Gjaldkeri lagði fram reikninga fyrir starfsárið 1/11 2001 til 31/10 2002 og voru þeir
samþykktir eftir nokrar umræður velta klúbbsins hefur aukist nokkuð milli ára voru rekstrartekjur 13,3 mil, og gjöld fyrir fjármagnsliði 9,8 mil,.
Formaður klúbbsins Eiríkur Ólafsson gaf ekki kost á sér í stjórn áfram, var Ásdís Helgadóttir kosin í hanns stað, aðrir stjórnarmenn voru endurkosnir ( sjá nánar Stjórn og nefndir hér á síðunni).
Undir liðnum önnur mál tóku margir til máls mikið var rætt um stækkun vallarinns í 18 holur og sýndist sitt hverjum um það,betra væri að vera með góðan 9 holu völl og ráða vel við rekstrarkostnað.
Nokkrir félagar töldu æskilegt að finna fjármagn til að koma þeim þrem brautum sem hafa verið vinnslu í ræktun svo þær geti haft tima til að gróa vel upp.
Nýstofnaðri nýframkvæmda-og markaðsnefnd var falið að skoða málið.
Mér finnst þessi völlur mjög skemmtilegur og vonandi mun það gerast eins og stendur í greininni að honum verði stækkað í 18 holu völl. Mér langar endilega að biðja ef einhver sem á heima í borgarnesi eða veit meira um þessa frétt að skrifa hér um hvað meira fór fram á fundinum.
Takk fyrir,
Wiss