Mér langar aðeins til að ræða um æfingahögg á teig.
Á öllum eða allavena flestum völlum er bannað að taka æfingahögg á teig, það finnst mér asnalegt. Hvað finnst þér ? Þetta er samt ekki vitleysa því að það er bara verið að reyna að halda teigunum sem bestum. En ég held að ég hafi aldrei hlýtt þessum reglum. Meira segja margir þeir bestu gera þetta. Hvað gerir þú ?
En að vísu sér maður að sumir teigar eru mjög ílla farnir eftir að menn hafa slegið í jörðina o.fl.
Ég held samt ekki að stjórnendurnir á golfvöllunum hér séu eitthvað mikið að spá í þetta. Mér finnst samt mun þægilegra að taka upphafshögg á vel með förnum teigi heldur en lélegum. En það er að vísu alltaf hægt að finna stað á teigum sem er allt í lagi með. Mér finnst samt alltaf best að geta valið mér þann stað sem ég vil skjóta á. Ég verð oft mjög pirraður ef að teighöggið mitt misheppnast en eins og flestir segja það er annað höggið sem telur.
Með golfkveðju,
Wiss