Sælir golfistar.
Það sem ég ætla hér að tala um eru golfsettin sem við eigum.
Persónulega á ég:
Titleist 990 semi-blade járn,
Cleveland sand og lobwedge,
Callaway steelhead 3 fimm tré,
Hawkey driver og Ping pútter.
Það tók mig heillangan tíma að finna t.d. járnin sem ég nota núna. Ég var hálft ár að ákveða mig hvort ég skyldi fá mér Ping i3 eða Titleist. Á endanum valdi ég Titleist járnin vegna þess að ég einfaldlega fílaði þau betur en Ping i3 járnin.
Þessi járn hafa nú hjálpað mér alveg ótrúlega mikið. Ég hef unnnið þó nokkra titla með þeim.
Ég er alveg 100% viss um að ef maður ætli að ná einhverjum árangri þá verður maður að nota golfsett sem maður er öruggur með og ef til vill boostar sjálfstrausið aðeins upp. Ef maður er ekki með sett sem maður fílar ekki þá er maður bara óstyrkur og alltaf hugsandi um hvort maður hitti eða ekki.
Það tók líka langan tíma til að finna pútterinn ( ekki eins langan og golfsettið!). Ég var að spá í White hot eða Ping. Á endanum keypti ég Ping pútterinn og hann er algjört snilldarverkfæri.
Tilfinningin er alveg einstök og mér líður vel þegar ég er að pútta sem ég held að þess vegna ég sit svo mörg pútt ofan í holuna.
Það sem ég er að meina er að maður verður að fíla allar kylfurnar sínar svo að maður getur verið öruggur með sig og verið í góðu skapi, í staðinn fyrir að kaupa rándýrar kylfur sem maður fíkar ekki og er alltaf bölvandi og talandi um það að maður hefði ekki átt að kaupa sér þessar kylfur. Því miður hef ég séð menn sem kaupa sér allt það besta, en svo eru þeir alltaf að segja eins og ,, Andskotans kylfurnar. Ég ætla að fá mér nýjar og betri ".
Mér finnst að þegar maður ætlar að kaupa sér golfsett þá verður maður að vanda valið og prófa alla möguleika ( eða það finnst mér).

Takk fyrir mig:
Links
“ Þar sem koma fleiri en tvö tré, þar er skógur ”.