Já, ég er eiginlega viss um það að Bjöggi kemst aldrei á öldungatúrinn. Held að hann sjái það sjálfur og það þarf að spila undir parinu, ekki 10 yfir parinu ef menn ætla eitthvað að hugsa um þessa atvinnumanna túra.
Það eru nokkrir strákar hér sem geta spilað á parinu og einn og einn hring undir parinu, en til að vera túrhæfur þarftu einfaldlega að vera betri, þú þarft að spila undir parinu ALLTAF og ekki bara eitt eða tvö högg undir, það þarf einfaldlega að spila á 3-5 undir ef menn ætla að ná árangri. Er það ekki alveg á hreinu?
En mér finnst það bara frábært hjá Bjögga að prufa þetta, en er samt viss um að hann reynir þetta ekki aftur. Ég held að þetta sé ekki spennandi verkefni nema fyrir þá sem eru góðir í golfi!!