Ég var bara að átta mig á því fyrst um daginn hversu mikilvægt gripið er…
Þetta var þegar ég fór á fyrstu afrekshópæfinguna mína um daginn og ég hafði aldrei farið til kennara áður.
Ég kom á æfinguna nokkuð svona bara í góðum fíling og svo fór kennarinn (Derrick sér um afrekshópsæfingarnar ég er í GR)
að líta á gripið hjá mér og þeim sem eru með ´mér í hóp og hann sá allt vitlaust við gripið hjá mér og ég stóð þarna og gapti af undrun yfir þessu af því að ég hélt að ég væri með nokkuð gott grip.
OK og svo fer ég að prófa NÝJA gripið og viti menn þetta var 1000 sinnum betra maður er meira svona smooth í swinginu og miklu betra að chippa svona og auk þess sem þú heldur ekki jafn fast utam um kylfuna og áður.
En tilgangurinn með þessari grein er að fá ykkur til þess að fara til kennara ef þið hafið ekki farið áður þó að þið haldið að þið séuð með gott grip. =oD