Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbnum leyni á Akranesi. Hann hefur verið að spila á úrtökumóti fyrir Evrópsku mótaröðina og ekki gekk honum svo vel hann spilaði 9 yfir pari (77-77-71). Nú er ljóst að Birgir Leifur þarf að bíða eitt ár í viðbót til að reyna að komast á lokastig úrtökumótanna. En hinsvegar gekk Ólöf Maríu Jónsdóttur mjög vel þar sem hún tók þátt í úrtökumóti fyrir Futures Tour sem er nokkuð sterk kvennamótaröð í Bandaríkjunum. Hún spilaði á þremur völlum og endiði á 305 höggum(77-77-77-74) og endaði í 35.-43. sæti.
Litlu munaði að hún fengi að taka þátt í einstaka mótum á LPGA mótaröðinni, það hefði nú verið einkar skemmtilegt fyrir hana. Góður árangur hjá henni og ég hlakka til að fylgjast með henni á næsta ári.
Leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál.
ég er ekki bara líffæri