Kæru golfarar. Á laugardaginn var fór ég og kíkti á nýju æfingaaðstöðuna í Sporthúsinu. Þar er tveir hermar. Ég prufaði báða hermana, og verð að segja að ég var mjög hrifinn. Hann sýndi alveg hvernig boltinn fór, vegalengd, snúning, myndavél ( hægt að sjá sveiflu sína )! og margt fleira. Svo kíkti ég á “ rangið ”. Það er eiginlega alveg eins, nema hvað að skilti er kkomin hliðin á hverjum bás og að það er búið að setja sérstakar rennur í hallann, þannig að boltarnir safnast fyrir í holdur og renna svo á einn stað rétt hjá básunum þar sem maður getur ráðið hvað marga maður ætli að taka. Það sem kom mér á mest á óvart var púttaðstaðan. Núna getur maður vippað inn á flötina sem er mjög gott. Núna er líka halli eins og á grínunum á sumrin og þau eru líka hröð og gott efni í þessu ( held ég ). Það kostar í herminn 2800 kr/klst og 30 mínútur á “ rangenu ” kostar 750 og svo getur þú púttað og vippað eijns og þú vilt. Þetta er í alla staða mjög flott, en kannski mætti lækka kostnaðinn í 500 kr á hálfímann. Annars fín æfingaaðstaða og ég hvet alla til að tjékka á þessu.
Links
“ Þar sem koma fleiri en tvö tré, þar er skógur ”.