Ég hef verið var við það að vinsældir Tigersinns eru ad dvína gífurlega vegna spilamennsku hans.
Mér finnst sjálfum Tigerinn vera frekar leiðinlegur golfari t.d. hann nær kannski forystu í einhverju móti og þá fer hann bara að spila (safe) sem er mjög leiðinlegt að horfa á og spilar bara áhættu og tilbreytingarlaust golf og vinnur síðan mótið sem ég skil kannski að hann myndi gera í opna breska eða Masters en ekki í PGA mótaröðinni.
Svo eftir mót þá er hann fúll gefur ekki eiginhandaráritanir og þannig semsagt bara leiðinlegur karakter.
Og svo sagði hann við fjölmiðla fyrir Ryder Cupinn að það tæki sig varla að taka þátt í Rydernum vegna þess að hann fengi ekki borgað fyrir það!!! borgað fyrir það!!! það er einn mesti heiður golfara að fá að vera valinn í Ryder hópinn ég meina come on!!!
En mér finnst að allir kylfingar ættu að fara að fordæmi eins golfara sem stendur uppúr það er Sergio Maruyama hann er alltaf brosandi og glaður,skemmtilegur karakter og allt það sem golfari þarf að hafa hvort sem hann er góður eður ei.
Mér finnst að Tigerinn ætti að fara að þroskast aðeins!!!
Hvað finnst ykkur?