Þar sem ég hef bæði tekið eftir og orðið var við hjá öðrum notendum að oft er misbrestur í upplýsingagjöf um golfsett/golfkylfur til sölu vil ég benda á nokkur atriði sem vert er að hafa í huga þegar stofnaður er söluþráður. Þetta er með hagsmuni seljandans og hugsanlegs kaupanda að leiðarljósi, markmiðið er að báðir aðilar eigi auðveldara um vik.
1. Greindu vel frá vörunni
Hvað eru kylfurnar margar?
Hver er framleiðandinn?
Notkun og meðferð á vörunni
2. Mynd kemur sér alltaf vel!
Ef þú átt ekki mynd, áttu að geta fundið mynd af sambærilegri vöru á netinu
Einfaldur tengill getur gert gæfumuninn :)
3. Forðastu fljótfærni!
Þráðurinn verður lélegri fyrir vikið
Nauðsynlegar upplýsingar tapast!
4. Ekki gefa upp símanúmer eða netfang í þræði!
Netið er opinber vettvangur! Hafðu það í huga
Best að biðja um fyrirspurnir eða tilboð í einkaskilaboðum
Kemur í veg fyrir óþarfa ónæði eftir að varan er seld
Rétt er að taka það fram að þetta eru ekki reglur, heldur einungis heilræði sem vonandi nýtast ykkur vel við gerð söluþráða.
Golfkveðja,
andrivig