Staða elsku áhugamálsins í október! Jæja, Geimvísindi er komið í 82. sæti yfir mest sóttu áhugamálin á Huga, og hefur því hækkað um fjögur sæti síðan í mánuðinum á undan.
Þrjár greinar komu inn í október, og hefur slík virkni ekki sést lengi.
Hvað segiði um að ná áhugamálinu undir 80. sæti í nóvember? Endilega sendið inn greinar, myndir, kannanir og þræði um ýmislegt fróðlegt, og ykkur er meira en velkomið að senda mér línu ef þið hafið einhverjar hugmyndir eða annað.

Geimvísindakveðjur,

neonballroom.


Myndin er af Merkúr á ferð sinni milli sólar og jarðar, en það mun einmitt gerast í dag. Ég er ekki viss hvort það sjáist frá Íslandi, en það er örugglega þess virði að prófa að kíkja EF þið eigið réttu græjurnar til þess, þar sem það er alltaf hættulegt að horfa beint í sólina. Hreyfimynd af brautinni er hér