Geimvísindi er komið í 91. sæti yfir mest skoðuðu áhugamálin. Semsagt, fallið um 12 sæti, og flettingum fækkað þónokkuð.
Engar greinar voru sendar inn í júlímánuði heldur, og held ég að það sé helsta ástæðan fyrir slappri aðsókn.
Ég vona að áhugamálið nái sér á strik aftur með lækkandi sól og auknum tækifærum til stjörnuskoðunar. Endilega sendið inn efni af öllum toga, og verið óhrædd við að hafa samband ef einhverjar hugmyndir eru um hvernig væri hægt að byggja upp áhugamálið.
Með kveðju, neonballroom.