
Ég hef verið að fara í gegnum ósamþykkta efnið, eitthvað var samþykkt en fleiru var eytt. Mig langar líka að taka til hérna og raða kubbunum betur upp. Ég geri frekar miklar kröfur til ykkar notenda /ufo. Ég vil helst ekki samþykkja efni nema málfarið og stafsetningin sé nokkuð rétt, því annars verður það bara lýti á áhugamálinu.
Verið dugleg að senda inn efni, það eiga örugglega flestir gamlar ritgerðir um hluti tengda geimnum. Vinsamlegast takið samt fram hvenær ritgerðin var skrifuð, svo fólk sé ekki að fara eftir úreltum upplýsingum. Ég tek líka við efni tengdu jarðvísindum og lofthjúpnum, því ég tel það falla undir þennan flokk. Þótt slóðin á áhugamálið gefi annað til kynna, þá er það um geimvísindi en ekki geimverur og fljúgandi furðuhluti.
Endilega senda mér línu ef þið hafið einhverjar hugmyndir eða ábendingar um áhugamálið.
Kveðja, neonballroom.