[Stjörnufræði] Gríðarleg stjörnuframleiðsla í nálægri vetrarbraut Í stjörnuþyrpingunni <a href=http://wikipedia.org/wiki/ngc604>NGC604</a>
er að finna eina virkustu stjörnumyndun í nálægt við okkar vetrarbraut. Næsta
þyrping á eftir er Orion skýið, en virknin þar er ekki nálægt því jafn mikil.

NGC604 er staðsett í vetrarbrautinni
<a href=http://wikipedia.org/wiki/M33>M33</a> sem er í 2.7 milljón
<a href=http://wikipedia.org/wiki/lightyear>ljósára</a> fjarlægð frá
Vetrarbrautinni.

NGC604 inniheldur meira en 200 fallegar bláar stjörnur í gasskýi sem er með
innan við 1300 ljósára radíus. Þessar stjörnur eru mjög ungar á stjarnfræðlegan
mælikvarða, eða um 3 milljarð ára gamlar. Flestar þessar stjörnur eru staðsettar í
miðju skýinu, og hafa sólvindar og supernova sprengingar búið til “gatið” sem
sést í miðju skýinu á myndinni hér til hliðar.

Hvað er með linkana gætir þú spurt. Í komandi greinum mun ég reyna að muna að
linka eins mörg hugtök og nöfn við Wikipedia eins og ég. Ekki þarf að vera að
alltaf sé til færsla, en þá getur þú bara búið hana til. ;)
Reason is immortal, all else mortal.