Næsta nágrenni okkar jarðarbúa og SOL búa var að eignast nýjan félaga, ef nýjan má kalla. Vísindamenn hafa fundið stjörnu sem þeir álíta að sé sú þriðja næst sólinni okkar, hún hefur fengið hið skemmtilega nafn “S025300.5+165258” (sem segir eitthvað til um staðsetningu hennar). Þessi stjarna, sem í raun er daufur rauður dvergur er í um 7,8 ljósára fjarlægt.
Fyrst skal benda á það að Alpha Centauri er næst okkar sólkerfi í um 4,3 ljósára fjarlægð. Alpha Centauri er í rauninni þrístyrni, eða þrjár stjörnur sem snúast hvor um aðra. Tvær nokkuð stórar sem snúast hvor um aðra, og ein lítil (hvítur dvergur) sem hangir þar á milli undir miklu álagi.
Vísindamenn fundu þessa nýju stjörnu fyrir tilviljun þegar leitað var að hvítum dvergum í öðru óskildu verkefni. Hópurinn var að leita að hvítum dvergum sem ferðast hratt um himininn, svokallaðan HPM hvítan dverg (High Proper Motion, þú mátt þýða). HPM fyrirbæri eru fundin vegna þess að þau ferðast hraðar yfir ákveðið svæði en venjulegar stjörnur eða önnur fyrirbæri. Ekki er þó hægt að mæla mjög nákvæmlega út fjarlægð á þennan máta þar sem bæði fjarlægir hlutir sem ferðast hratt og nálægir hlutir sem ferðast hægt er hægt að skiligreina sem HPM. Þá er fylgst með fyrirbæri og fjarlægðin mæld. Jörðin fer nefnilega í kringum sólina og ef fyrirbærið er nálægt okkur tekur fyrirbærið á sig stóran sveig, annars er hún lengra í burtu.
Þó að fjarlægðin til þessarar nýju stjörnu hafi ekki verið sönnuð hafa allar mælingar bent til þess að hún sé sú þriðja næst okkur.
Reason is immortal, all else mortal.