Rannsóknin á Columbia slysinu heldur áfram að fullum krafti og gengur vísindamönnum hægt, en örugglega að draga upp mynd af því sem gerðist þann 1. febrúar síðastliðinn og hvað olli því að geimfarar Columbia hófu að missa stjórn á henni.

Nýjustu upplýsingar benda til þess að flugstjóri Columbia hafi þurft að skjóta stýri hreyflum til að rétta af flugið, svo mikill var þrýstingurinn á vinstri vænginn rétt áður en slysið átti sér stað.

Þrýstingurinn á vænginn jókst of hratt, og gat sjálfstýringin ekki hægt nóg á flauginni.

Dittemore, sem sér um rannsóknina á slysinu segir að þó að hluturinn hafi fallið á vinstri væng skutlunar þá leiki það ekki stóran hlut í því hvernig fór fyrir skutlunni.



Rannsóknarmenn hafa undanfarna daga reynt að komast að því hvað gekk á um borð í Columbia síðustu mínúturnar og hvað olli því að hún liðaðist í sundur.

Þetta gera þeir með því að fylgjast með síðustu sendingum sem komu frá Columbia og hafa rannsóknarmenn komist að því að stuttu fyrir slysið þá skynjuðu hitamælar í vinsti vængnum mikla hitahækkun og nokkrir þeirra jafnvel skemmdust.

..held áfram á eftir..
Reason is immortal, all else mortal.