Eins og þið vitið flest öll vitið þá gerðist hræðilegt slys 1. febrúar síðastliðinn. Ég ætla ekki að reyna að draga ályktun á því af hverju Columbia sprakk þar sem starfsmenn NASA eru enn að vinna í því. Þessa frétt skrifa ég aðalega til þess að votta virðingu mína við þá sjö geimfara sem létust í þessari sprengingu.
Þann fyrsta febrúar klukkan 8:53 tóku mælar um borð í Columbia að bila, örfáum mínútum seinna, eða klukkan 8:59 missti NASA allt samband við hana, og nokkru seinna sást Columbia brenna og fara í sundur hátt fyrir ofan jörðina. Verkefnastjórar hjá NASA höfuð ekki tækifæri til þess að bjarga áhöfninni, enda er mjög lítið hægt að gera við innkomu. Columbia hefði átt að lenda 16 mínútum áður en hún sundraðist.
Stuttu eftir slysið flutti Bush bandaríkjaforseti ávarp til þjóðarinnar þar sem hann sagði að áður hefði hræðilegst slys gerst. Geimskutlan Columbia hafði skemmst, og allir um borð dáið.
Seinna laugardaginn 1. febrúar héldu verkefnisstjórar NASA svo fréttafund þar sem sagt var frá slysinu og gátu þeir varla hamið tilfinningar sínar, og voru flestir hálf grátandi meðan á fundinum stóð.
Um borð í STS-107, Columbia voru eftirfarandi einstaklingar:
Rick Husband, stjóri
Willie McCool, flugmaður
Dave Brown, Verkefnisfræðingur
Laurel Clark, Verkefnisfræðingur
Kalpana Chawla, Verkefnisfræðingur
Mike Anderson, Farmsstjórnandi
Ilan Ramon, Farmssérfræðingur
Við hér á Geimvísindi vottum þessum geimförum virðingu okkar.
Geimskutlurnar hafa núna verið kyrrsettar.
Meira: [ <a href="http://www.spaceflightnow.com">SpaceFlightNow.com</a> ]
Reason is immortal, all else mortal.