Ef til eru lifandi verur í Vetrarbrautinni og þær eru á að giska 100 ljósár í burtu (1/1000 af breidd vetrarbrautarinnar) myndi taka 1.8 milljónir ára að komast þangað á hraða Voyager 1, 17km/s. Jafnvel þótt heppileg orkulind fyrir verpidrif (warp drive) fyndist þyrfti líklega fyrst að leggja orkuna meðfram brautinni á “eðlilegum” hraða og því lítill hagnaður af því. Þrátt fyrir að strengjakenningin gefi vonir um að okkar heimur sé lagður í heim ofurvídda sem við gætum ferðast um til fjarlægra staða í okkar veröld höfum við enn ekki komist (svo við vitum til) úr þeim 3 rúmvíddum sem okkur eru tamar.
Þótt við vissum hvernig við gætum komist langar leiðir á skömmum tíma þurfum við fyrst að þekkja til áfangastaðarins, sem geimverurnar myndu vera á. En eru þær til?